Hefur þú lent í slysi?
Þú gætir átt rétt á bótum eftir umferðarslys eða óhapp. Kannaðu rétt þinn til bóta þér að kostnaðarlausu!

Umferðarslys
Sá sem slasast af völdum skráningarskylds ökutækis á að jafnaði rétt á bótum ef slysið er vegna aksturs ökutækisins. Skyldutryggingar ökutækja gilda fyrir ökumann, farþega og aðra sem verða fyrir tjóni. Það er ekki skilyrði að vera í rétti til þess að eiga rétt á skaðabótum.

Ferill máls
Þegar tjónþoli hefur samband við Saga Legal er ákveðinn fundur með honum. Á fundinum undirritar tjónþoli umboð þar sem hann heimilar lögmönnum Saga Legal að afla allra nauðsynlegra gagna, semja um bætur og taka á móti greiðslum fyrir hans hönd.

Algengar spurningar
Eftir að slys hefur átt sér stað kunna að vakna upp fjölmargar spurningar og er hér að finna svör við algengustu spurningunum sem við fáum. Hafir þú frekari spurrningar eða vilt fá nánari upplýsingar um slysabætur hvetjum við þig til að hafa samband við okkur.
Starfsmenn
Við vitum að það getur verið erfitt að stíga fyrstu skrefin í að sækja rétt sinn. Þess vegna leggjum við ríka áherslu á að veita bæði faglega þjónustu og hlýlegt viðmót. Teymið okkar samanstendur af lögmönnum með sérþekkingu á miskabótamálum sem vinna af alúð og metnaði að því að styðja þig í gegnum allt ferlið.